Birgitta Lind Vilhjálmsdóttir

Löggiltur næringar- og matvælafræðingur (MSc) með yfir 10 ára reynslu af næringarráðgjöf, matvælaframleiðslu, vöruþróun, matreiðslu og fræðslu.

Ég hef unnið síðustu ár við næringarráðgjöf, vöruþróun, gæðaeftirlit, rannsóknir, matvælaframleiðslu, uppskriftaþróun og fræðslu m.a. hjá Eldum rétt, Salathúsinu, Gló í DK, The Parker Institute í DK, Vistor, Østerberg Icecream í DK, mötuneyti Alþingis, simpleRAW í DK, Matís ásamt því að að hafa starfað sem sjálfstæður næringarfræðingur samhliða því.


Heilsan, góður lífstíll og heilsusamlegt mataræði skipta miklu máli þegar kemur að því að líða vel. Mig langar að aðstoða þig að ná markmiðum þínum tengd næringu; hvort sem það tengist þarmaflórunni, þyngd, sykurlöngun, meltingartruflunum, húðvandamálum, breytingaskeiðinu, almennri vellíðan, næringu barna, að velja rétt matvæli inn á heimilið eða hvað annað sem þú kynnir að vilja setja fókusinn á.